Nýtt leikrit

Nú er greinilega byrjað svipað leikrit og var í kringum Írak á sínum tíma.  Hvað ætli við þurfum að bíða lengi eftir fjölþjóðlegri innrás í landið?
mbl.is Sýrlendingar tilkynntir til SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínaflensufaraldurinn 1976

Man einhver eftir svínaflensufaraldrinum árið 1976?  Varla margir - en á því herrans ári voru allir Bandaríkjamenn hvattir til að bólusetja sig vegna hræðilegs faraldurs sem talinn var í vændum.  Eins og á síðasta ári varð nánast ekkert úr honum en lyfjafyrirtækin græddu milljarða (Í fyrra keyptu Íslendingar bóluefni gegn svínaflensu fyrir u.þ.b. 400 milljónir).  Fjöldi fólks taldi sig hins vegar hafa orðið fyrir skaða af bóluefninu og margir fóru í mál - með litlum árangri.  60 minutes tók þetta mál fyrir nokkrum árum síðar, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=M7oL7wdQqKQ
mbl.is Flensubólusetningar gagnslitlar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær hann 100 árunum?

Nú er áratuga uppbyggingarstarf á Landspítalanum í mikilli hættu.  Við montuðum okkur af því að hafa besta heilbrigðiskerfi í heimi fyrir nokkrum árum.  Það er ekki lengur þannig, þökk sé endalausum niðurskurði sem búast má við að hann haldi áfram næstu árin.  Skortur á læknum og fjármagni til að endurnýja tæki er að verða að alvarlegu vandamáli.  Líklegast verður brugðist við með einkavæðingu á mörgum sviðum.  Það er spurning hvort Landspítalinn í núverandi mynd verði yfirleitt til eftir nokkur ár.
mbl.is 80 ár síðan starfsemi Landspítalans hófst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úlfar í sauðagæru

Athugið þetta: það "gengur ekki upp fyrir efnahag sumra fjölskylda" að eiga eigið húsnæði.  Það má umorða þessa frétt svona:  Það gengur ekki upp að láglaunafólk geti keypt sér íbúðarhúsnæði segir þingmaður vinstriflokksins Samfylkingarinnar.  Við ætlum ekki að berjast gegn ólögmætri upptöku á eignum almennings heldur vinnum við að því að hjálpa ræningjunum að gera fórnarlömbin að leiguliðum þeirra um ókomna tíð.

 Ég velti því stundum fyrir sér hvort það sé ekki betra að úlfar (Sjálfstæðisflokkurinn) stjórni landinu frekar en úlfar í sauðagæru (Samfylkingin og ýmsir í VG)


mbl.is Ný húsnæðisstefna í mótun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfrið

Ég hlustaði á þetta karp.  Var að spá í hvort það hefði ekki verið bæði innihaldsríkara og skemmtilegra að fara niður að tjörn og hlusta á gæsirnar rífast við álftirnar um brauðskorpur.
mbl.is Munu fjárlögin njóta þingmeirihluta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuskandall

Það er endalaust verið að reyna að telja okkur trú um að við séum í svo góðum málum út af öllum auðlindunum sem við eigum og nýting orkuauðlindanna á að fara langt með að koma út úr kreppunni. 

Staðreyndin er hins vegar greinilega sú að okkur við eigum að fara að borga með auðlindanýtingunni.  Hún hefur ekki borgað sig meira en svo, til þessa, að Landsvirkjun er illa stödd fjárhagslega og Orkuveita Reykjavíkur þarf nú að velta kostnaði vegna virkjanaframkvæmda síðustu ára yfir á notendur.   

Á meðan hrópa fóstbræðurnir Gylfi Arnbjörnson og Vilhjálmur Egilsson á meira af því sama enda vinna þeir fyrir elítu landsins en ekki fólkið.  Elítunni er skítsama um fókið, hún hugsar bara um sjálfa sig.  Ég segi: virkjum ekki meira fyrr en búið er að gera byltingu og koma elítunni frá völdum.

 


mbl.is Tveggja stafa hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vald.org

Mig langar til að benda fólki á nýjustu greinina á vald.org.  Ég held að í þessar grein um ástandið á efnahagslífi heimsins hitti Jóhannes naglann á höfuðið, eins og oft áður.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Starbuck

Höfundur

Starbuck
Starbuck
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1279

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband