Hryðjuverkamenn framtíðarinnar?

Flest þau ungmenni sem staðið hafa fyrir óeirðunum undanfarið búa við fátækt og hafa litla möguleika á að fá vel borgaða vinnu eða fara í langskólanám (m.a. vegna himinhárra skólagjalda).  Það er mikill ójöfnuður og óréttlæti í Bretlandi og stafa þessar óeirðir örugglega af reiði vegna þess - að hluta til.

Fjölmiðlar, stjórnmálamenn og ýmsir aðrir keppast nú við að hneykslast á þessu öllu saman og kalla fólkið öllum illum nöfnum.  Ekki hafa þessir aðilar verið nálægt því eins harðir í viðbrögðum sínum við misgjörðum bankamanna og stórbraskara sem hafa valdið margfalt meira tjóni en þessi "skríll".  Það er líka miklu auðveldara gagnrýna minni máttar (sundurleitan hóp ungmenna) heldur en hina sterku (fjármálaelítuna).

Nú er talað um að sjálfsagt sé að brjóta lög á þessu fólki (t.d. persónuverndarlög) og taka bæturnar af þeim sem þiggja bætur.  Hvað mun þetta þýða fyrir breskt samfélag, ef af verður?  Allir þurfa á mat og húsaskjóli að halda og ef fólk fær hvorki vinnu né bætur mun það að sjálfsögðu leggjast í glæpastarfsemi til að sjá sér farborða.  Virðingarleysi og hatur á lögum (sem vinna fyrst og fremst á móti því) og samfélagi sem útskúfar því munu bara vaxa og fólkið verða forhertara í skemmdarverkastarsemi.  Ekki þykir mér ólíklegt að nokkrir hryðjuverkamenn framtíðarinnar muni verða til í þessu andrúmslofti.


mbl.is Vilja skemmdarvarga af bótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Starbuck

Höfundur

Starbuck
Starbuck
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband