Kjánar!

Guðbjartur Hannesson hefur með framgöngu sinni í þessu máli sýnt okkur það svart á hvítu að hann er ekki jafnaðarmaður (og flokkurinn hans snýst ekki um jafnaðarmennsku þó þau gefi sig út fyrir það).  Augljóslega lítur hann þannig á að önnur lögmál eigi við um forstjóra Landspítalans heldur en margt annað starfsfólk sem á jafn mikið, eða meira, skilið að fá launahækkanir og er ekkert síður ómissandi en hann.  Það sem býr að baki er að ráðherrann lítur á forstjórann sem hluta af elítu landsins (ásamt honum sjálfum auðvitað) - hópi fólks sem finnst sjálfsagt að bæta eigin kjör á meðan það þyngir byrðarnar á okkur hinum og telur sig hafið yfir lög og reglu.

Ef ráðherrann telur forstjórann svona kláran að spítalinn megi ekki við því að missa hann þá hefur hann algjörlega rangt fyrir sér því það að þiggja þessa launahækkun núna þegar hann sjálfur hefur stöðugt, í langan tíma, verið að biðja annað starfsfólk um að færa fórnir til halda stofnuninni gangandi ber vott um innsæisskort á háu stigi.  Líklega hefur mesti styrkur forstjórans legið í því hve vel honum hefur gengið að sannfæra starfsfólk spítalans um að vinna hraðar fyrir lægri laun en héðan í frá mun það að sjálfsögðu falla í grýttan jarðveg þegar auka skal byrðarnar á fólki án þess að nokkuð komi í staðinn.  Hugsanlega hefur trúverðugleiki forstjórans og traust meðal starfsfólksins beðið of mikla hnekki til að hann geti haldið starfi sínu til lengdar.

Þeir eru kjánar ráðherrann og forstjórinn ef þeir halda að þeir komist upp með þetta án afleiðinga! 


mbl.is Reiðin á spítalanum alvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.9.2012 kl. 09:00

2 identicon

Helmingur vinstri graenna eru ekki jafnadarmenn eins og thu segir. Þeir eru hagsmunaflokkur gegn erlendri samkeppni, ekki alls ólík tveimur öðrum flokkum á íslandi.

Jonsi (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Starbuck

Höfundur

Starbuck
Starbuck
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband