19.2.2013 | 12:24
Bindum krónuna
Besta lausnin í gjaldmiðlamálum, a.m.k. á meðan við erum að glíma við afleiðingar hrunsins, er að binda gengi krónunnar við meðaltalsgengi nokkurra erlendra gjaldmiðla, t.d. evru, dollara og jens.
Ég skil ekki af hverju þessi lausn hefur ekki verið rædd í alvöru undanfarin ár.
Már sér ekki fram á fljótandi krónu aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Starbuck
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þjóðfélagið hefur ekki efni á þessu. Væntanlega þyrfti þá að fella gengi íslensku krónunnar umsvifalaust um 40-50%. Það eru áætlaðar að það séu um 900 miljarðar íslenskra króna í eigu útlendra aðila meðan þjóðarframleiðslan í dag er um 1700 miljarðar á ári og skattekjurnar slefa vart upp í 500 miljarða á ári.
40% eða hærri gengisfelling myndi í raun verða höggbylgjan sem myndi í raun draga teppið undan stórum hluta íslenskra lántakenda sem og fyrirtækja og stofnanna sem hafa tekjur í krónum og skulda í erlendri mynt sem og þeir sem eru með verðtryggð lán.
Klárlega myndi allt erlend fé flæða út og það er í raun ekki gjaldeyrir fyrir þessu og við lentum í gjaldeyrisskorti eftir fáa daga.
Á tíma DAÓ í SÍ við hrun var þetta reynt og entist í hálfan dag. Þetta er gjörsamlega andvana fædd hugmynd nema þá að gengi íslensku krónunnar er gjörsamlega sökt áður.
Ragnar (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 12:45
Það þyrfti, og ætti sem fyrst, að setja skatt á fjármagnsflutninga - það myndi hamla gegn þeirri atburðarás sem þú ert að lýsa Ragnar.
En er ekki annars málið að 900 milljarða krónueign erlendra aðila er risavaxið vandamál sem mun valda okkur þungu höggi sama hvað við gerum í gjaldmiðlamálum?
Starbuck, 19.2.2013 kl. 13:27
Það er ekki bara það Starbuck. Vandamálið er ennþá gígantískara. Peningamagn næstum 5 faldaðist fyrir hrun án þess að neinar eignir komu á móti. Þetta er innistæðulaus peningafroða og menn læstu hagkerfinu til að hindra algjört hrun og þá eru menn í stærðum eins og Þýskaland í kreppunni og þvílíka.
Ef menn ætla að opna hagkerfið þá þarf einning að snarhækka vexti enda er það botnlokarnir á gjaldmiðlinum, bæði styrivexti og síðan bætist vaxtaálag bankanna. Neikvæðir raunvextir (þeas. raunvextir lægri en verðbólga) er áskrift á fjármagnsflótta. Það væru aðeins glórulausir vitleysingar eða gríðarlegir þjóðernissinnar sem myndu halda fjármagni á Íslandi. Það er augljóslega betra að hafa þetta í vaxtalausum evrum, dollar eða öðrum gjaldmiðli en brenna upp í verðbólgubálinu og sérstaklega þegar talað er um að aftengja vexti sem er lífshættuleg umræða enda mun það klárlega reka flóttan.
Bæti reyndar við að bankakerfið ketur ekki fjármagnað sig og eignasöfnin (lánin) eru eign gjaldþrota banka. Menn hafa verið að möndla með veð til að sýna fram á arð sem er náttúrlega blöff enda bankarnir vanfjármagnaði og færu á hausinn sem og eignaverð sem myndi hrynja enda. Innistæður verða ekki tryggðar í topp við Hrun II. Þótt menn vildu þá hefur Ísland ekki efni á þessu.
Einhver gríðarlegur skattur á fjármálaflutning mun í raun virka eins og gjaldeyrishömlur og þá munu frumkvöðlar bara flytja sig um set og keyra undir norsku, dönsku, pólsku eða einhverju öðru flaggi meðan þjóðarframleiðsla Íslands dregst saman eins og gömul innþurkuð rússína.
Ragnar (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 14:25
Nota leið Hægri grænna og loka þessa hrægammasjóði af með sinn okurvaxtagjaldeyri og lemja þá til samninga og um leið að skattleggja þá fyrir að geyma þessa peninga hér á landi. Það er til leið, það þarf bara kjark til þess að vaða í málið, þetta er margreynd aðferð. XG í stjórn í vor.
Tryggvi Þórarinsson, 19.2.2013 kl. 14:30
Það er enginn, já enginn stjórnmálaflokkur með neina raunhæfa lausn á þessu vandamáli. Sumir eru raunar með lausn sem keyrir á hina, þeas lækka vexti/aftengja hina séríslensku verðtryggingu og þar er hugmyndin að það eigi að hjálpa einhverjum en þetta er ekkert nema lýðskrum sem margir kokgleypa. Kosnaðurinn að hafa svona veikan gjaldmiðil er í raun hátt vaxtastig og mjög ótrúverðugt þegar menn ætla að skauta yfir þá staðreynd. Annars gerir plan IMF ráð fyrir 5% árlegum hagvexti og það er augljóslega ekki að ganga eftir.
Íslenska krónan er svo vonlaus að meira að segja IMF er búinn að gefa fleytingu hennar upp á bátinn. Framtíðin með gjaldeyrishöftum er gríðarlega lág fjárfesting í atvinnulífinu sem er áskrift á minnkandi þjóðarframleiðslu lægri laun, lægri tekjur ríkis/sveitarfélaga og síðan áralangt niðurskurðarferli í opinberri þjónustu og enginn veit hvar það endar. Við munum sjá fyrirtækjaflótta frá landinu. CCP hefur í raun gefið þetta til kynna, Marel er í raun orðið Hollensk, Actavis þýskt og höfuðstöðvar farnar til Sviss og Stoðtækjafyrirtækið Össur er skráð á dönskum hlutabréfamarkaði. Enn sem komið er yfirstjórnin og eitthvað af þróunarvinnuni í Reykjavík en framleiðaslan er annars staðar. Síðan eru óstofnuðu fyrirtækin um fólkið sem flutti burtu.
Það er að koma fram að menn geta ekki fleytt krónunni sem alvöru gjaldmiðli enda algjör míkrómynt og hagstærðin ca. 2% af hagkerfi smáríkisins Noregi og það mun taka alla vega mannsaldur með gríðarlegum fórnum að koma þessu á skrið en er fólk tilbúið til að taka á sig þessar fórnir mér heyrist ekki.
Ragnar (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 14:40
Viltu semsagt taka upp myntráð? Já, það er lögmæt spurning afhverju sú hugmynd hefur ekki verið rædd af alvöru í tengslum við gjaldmiðlamál hér á landi.
En það er samt í rauninni bara ein tegund af fastgengisstefnu, nema bara við margar myntir í stað einnar. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2013 kl. 14:49
Guðmundur - ég er nú enginn sérfræðingur en mér sýnist að fastgengisstefna sé skárri kostur heldur en hinir sem eru í boði, fljótandi gengi, að festa gjaldeyrishöftin til frambúðar eða upptaka annars gjaldmiðils. Að binda krónuna við körfu gjaldmiðla frekar en einn er öruggara því þá er minni hætta á sveiflum sem gætu verið óhagstæðar fyrir hagkerfið okkar.
Starbuck, 19.2.2013 kl. 15:31
Starbuck, það er munur á að vilja og geta. Vandamálið er að við getum ekki haldið úti óraunhæfu gengu krónunnar og við erum að dröslast með fortíðarvanda sem er of mikið peningamagn í umferð miðað við verðmætasköðun, gjaldþrot fjármalastofnanna og hrun í tekjustofnum ríkisins, gjalþrot seðlabankans og gjaldeyrisvarasjóður sem allt var tekið að láni sem og greiðsluhalli ríkisins enda duga skattstofnar fyrir útgjöldum og menn virðast hvorki geta skorið niður eða hækkað skatta og sumir halda að það sé hægt að gera hvorugt.
Merkilegt að sjá málsvara krónunnar halda að það sé verðtryggingin sem er meira afleiðing en orsökin. Núna eru það einhverjir hræðilegir útlendingar meðan meginherkosnaðurinn af að halda úti gjaldmiðili 300 þús manna skuldugra eyjarskeggja eru íbúar Íslands hvað sem öllu líður og klárlega munu einhverjar séríslenskar lausnir og möndl einungis draga úr tiltrúnni. Það er klárlega að koma skýrara fram að framtíð íslensku krónunnar er haftabúskapur ofurseld íslenskum lýðskrumsstjórnmálum. Koma hjólum atvinnulífsins af stað, aftengja verðtryggingu, lækka vexti meðan fjárfesting í atvinnulífinu er í algjöru lágmarki mun augljóslega íslensk atvinnulíf skreppa saman eins og rússína. Hagvöxturinn var augljóslega tekin að láni í gegnum of hátt skráð gengi krónunnar og halla ríkissjóðs hvorugt fær leið til framtíðar eins og flestir sjá augljóslega í gegnum.
Ragnar (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 16:02
Við erum með 3 gjaldmiðla, haftakrónuna með skráningu SÍ og þessum leikaraskap í kringum uppboðin á gjaldmiðlinum. Síðan er verðtryggða krónan sem er reikineining og aflandskrónan sem er markaðsverð íslensku krónunnar og nær raungenginu. Áður fyrr var ferðamannagengi, útvegsgengi og gengi til landbúnaðarins sem við getum náttúrlega tekið upp. Þegar gjaldeyrisskorturinn fer að sverfa að getur þurft að sækja um leyfi til að kaupa bifreið eða annað sem kostar gjaldeyri og þarna var ákveðinn farvegur fyrir pólitíska spillingu og klíkuskap. Þetta þekkir eldri kynslóðin í raun allt of vel.
Ísland hefur í raun verið meira eða minna lokað hagkerfi og framtíðin verður kanski eins og Þorsteinn Pálsson skrifaði um árið þegar asklokið verður himininn.
Ragnar (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.