Örugglega lygi

Í þessu stríði hefur annar aðilinn mikinn hag af því að beita efnavopnum en fyrir hinn er það stórhættulegt.  Uppreisnarmenn vilja að BNA grípi inn í og ef þeir hafa náð í einhver efnavopn þá eru þeir örugglega að nota þau, og kenna jafnvel stjórnarhernum um, til þess að BNA láti frekar til skarar skríða.  Stjórnarherinn er örugglega ekki svo heimskur að nota efnavopn þegar það kallar mögulega á innrás BNA. 

 

Bandaríkjamenn ætla sér að fella stjórn Assads til að koma sínu fólki til valda, hvað sem það kostar.  Það er það sem þetta snýst um - ekki um að losa sýrlensku þjóðina við harðstjóra.  Þeir eru örugglega tilbúnir til að beita blekkingum til að réttlæta bein inngrip, rétt eins og í Írak á sínum tíma.  Sennilega er engin tilviljun að þessi frétt kemur akkúrat núna.  BNA hefði helst viljað að uppreisnarmennirnir næðu að klára þetta án þess að þeir þyrfti að grípa beint inn í en í ljósi þess að stjórnarherinn hefur verið í stórsókn eru þeir líklega komnir á þá skoðun að þeir verði að koma uppreisnarmönnum til hjálpar.

 


mbl.is Bandaríkin staðfesta efnavopn í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara þetta vemjulega í gangi hjá USA. Byrja alltaf með e h svona tal um efnavopn,kjarnavopn og að þeir vilji ekki fara í stríð við neinn enn nú sé bara staðan þannig að við bara verðum að grípa inn í bla bla.

Svona fara þeir land úr landi þar sem auðlindir eru sem hægt er að sölsa undir sig. "Erum bara að verja mannríttindi og bjarga börnum.. Og dýrum og konum" ;o)

óli (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 23:28

2 identicon

Bandaríkin alltaf með sama augljósa lygaáróðurinn. Vonandi verður Sýrland það stór biti að hann eigi eftir að standa í Bandaríkjamönnum, helst svo þeir kafni. Niður með USA.

maggi220 (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 23:50

3 Smámynd: Starbuck

Verst hvað þeim tekst auðveldlega að nota fjölmiðla til að reka stríðsáróður sinn.  Fréttaflutningurinn frá Sýrlandi er sjaldnast hlutlaus.

Starbuck, 14.6.2013 kl. 00:16

4 identicon

Smá um Ben Rhodes http://youtu.be/tsoPH3ATMVU?t=12m45s

Friðbjörn (IP-tala skráð) 14.6.2013 kl. 02:31

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Tek undir med ykkur. Islenskir frettamidlar eins og t.a.m. mbl.is minna helst a 'Baldur og Konna‘ 

Jónatan Karlsson, 17.6.2013 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Starbuck

Höfundur

Starbuck
Starbuck
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband