Launaskrið hjá bankastjórum

Það eru tvær þjóðir í þessu landi - önnur þjóðin ber ábyrgð á efnahagsástandinu og verður að gæta þess að halda launakröfum sínum í lágmarki svo verðbólgan fari ekki af stað og allt fari í vitleysu.  Svo er önnur þjóð, sem m.a. bankastjórar tilheyra, en það er elíta sem ber ekki ábyrgð á neinu, hvorki verðbólgunni né afleiðingum verka sinna (sbr. Hrunið). Er ekki kominn tími á byltingu? 

 


mbl.is Laun bankastjóra hafa snarhækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, það er kominn tími á byltingu. Byltingu án miskunnar.

Toni (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 16:25

2 Smámynd: Starbuck

Kerfið þarf að brjóta niður þó það þýði tímabundna erfiðleika og þjáningar fyrir marga.  En um leið þarf auðvitað að huga að því hvað á að koma í staðinn.

Starbuck, 5.3.2014 kl. 17:01

3 identicon

Ef fólk sér að þjáningar þess hafa tilgang þá á það auðveldar með að umbera þær. Kannski er full dramatískt að tala um byltingu og betra að tala um breytingar. Og stærstu breytinguna sem þarf að framkvæma er sú að svipta þá völdum sem lifa í vellystingum og alsgnægtum og án allrar samúðar með þjáningum þeirra sem hafa fátt annað að lepja en dauðann úr skel. Þá sem lifa á því að sem hneppa samferðamenn sína í skuldaánauð (i.e. serfdom). Þá höfðingja alla þurfum við að losna við.

Toni (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 17:45

4 identicon

Þetta eru icesave og verðtryggingar höfðingjarnir sem ég er að tala um, þessir sömu höfðingjar og hafa selt okkur í ánauð alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Toni (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 17:53

5 Smámynd: Starbuck

Sammála þessu en ég held að það megi alveg nota hugtakið "bylting" þó maður sé ekki að tala um að höggva hausinn af valdamönnum.  Ég er að tala um róttæka hugarfarsbreytingu og róttæka breytingu á efnahagskerfinu og stjórnkerfinu.

Starbuck, 5.3.2014 kl. 18:07

6 identicon

Ég hef verið að dunda mér við að horfa á þætti Baldurs Hermannssonar „í hlekkjum hugarfarsins“ og finnst mér margt ótrúlega líkt með þeim höfðingjum sem þar er lýst og þeim sem við þurfum að búa við í dag. Ég læt til gamans fylgja með hlekk á fyrsta þátt syrpunnar.

https://www.youtube.com/watch?v=SSiKVAhjcyI&list=PLRh1tdzCDrMhq_vV0e3Xj5zWLwVgz3Nn9&index=2

Toni (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 18:09

7 Smámynd: Starbuck

Ég held að við séum ekkert síður "í hlekkjum hugarfarsins" heldur en við vorum fyrir 300 árum.  Hins vegar eigum við að vera í miklu betri aðstæðum nú en þá til að breyta hlutunum, þó ekki væri nema vegna þess að nú erum við læs og höfum aðgang að upplýsingum um hvernig kerfið sem við búum við gengur út á að viðhalda völdum og ríkidæmi elítunnar en halda okkur hinum í fjötrum.

Smá fræðsla hér:

 http://www.youtube.com/watch?v=jqvKjsIxT_8

Starbuck, 5.3.2014 kl. 18:49

8 Smámynd: Starbuck

Meira um peningakerfið hér: 

http://www.youtube.com/watch?v=jqvKjsIxT_8

Starbuck, 5.3.2014 kl. 18:58

9 Smámynd: corvus corax

Það er eðlilegt að laun bankastjóra hækki stöðugt. Þeir bera jú svo mikla ábyrgð eins og allir muna frá síðustu bankaránsbylgju.

corvus corax, 5.3.2014 kl. 18:59

10 identicon

þessir örfáir græða á peningaprenntunarvaldinu sem almenningur treysti þeim fyrir

=

örfáir ríkisstarfsmenn á ofurlaunum

-----------------------------------

Þeim dettur ekki í hug að láta þennan skafning af framleiðslu og svita landsmanna renna til góðs málefnis!?

Neih, ég er með góða hugmynd, af hverju fáum við ekki bara öll að prennta peninga og græða, þá hækkar sko landsframleiðslan. = B.S.

Jonsi (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 19:21

11 Smámynd: Starbuck

Frosti Sigurjónsson stjórnarþingmaður (ásamt fleirum) hefur talað um "vanda" peningakerfisins, sjá: http://betrapeningakerfi.is/   Á þessari síðu stendur t.d. þetta:

Innlánsstofnanir hafa leyfi til að búa til peninga og hafa af því miklar tekjur

Í núverandi peningakerfi er innlánsstofnunum heimilt að búa til ígildi peninga með útlánum. Í raun er megnið af þeim peningum sem notaðir eru í almennum viðskiptum rafræn innlán sem einkabankar hafa búið til með útlánum.

og þetta: 

Afnema þarf heimild innlánstofnana til að búa til peninga

Lausnin á vanda núverandi peningakerfis felst í því að afnema heimild innlánsstofnana (bankar og sparisjóðir) til að búa til peninga með útlánum. Breyta þarf lögum þannig að Seðlabankinn einn hafi heimild til að búa til peninga, hvort sem peningarnir eru úr pappír, málmi eða á rafrænu formi. 

Ég hef ekki orðið var við að Frosti sé að beita sér fyrir svona breytingum eftir að hann komst á þing.  Ætli það sé fræðilegur möguleiki á því að alþingismenn muni einhvern tíma beita sér fyrir og koma í gegn róttækum breytingar á peningakerfinu?  

Starbuck, 5.3.2014 kl. 19:50

12 identicon

Hvaða kjaftæði er þetta. Ég trúi ekki að þið séuð að hvarta yfir launum þeirra. Haldið þið að það sé enginn vinna við að vera bankastjóri og að hafa alla þessa ábyrgð á sér? Þetta fólk er að vinna 10-12 klukkustundir ef ekki meira á dag meðan þið vinnið kanski hefðbundna 8 klukkustundar vinnu og vælið yfir fólki sem er miklu duglegra en þið sjálf. Þið ættuð að skammast ykkar. Ennig vil ég bæta við að það er ekki banka fólkinu að kenna um þetta hrun heldur fólkinu sjálfu. Tildæmis eins og margir hér á Íslandi taka lán fyrir 200 miljónir og að sjálfsögðu skulda þau. Hvernig dettur fólki í hug að kenna bönkunum um þetta. Ef þú tekur lán þá er það á þinni ábyrgð. Ef þú ert ekki sammála um það þá getur þú bara slept því að taka lán.

Árni (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 00:06

13 identicon

Arni,

Her er enginn ad kalla thetta agaeta folk raeningja?!

Thau hafa eflaust stadid i skilum - Spurningin er um kerfid sem gerir bonkunum kleift ad graeda a framleidsluleysi - Ju thad er gert med thvi ad prennta peninga og taka skafning af.  Thad er rett hja hofundi her ad thad er mikill efi um rettmaeti thess ad thykjast vera med sjalfstaed fyrirtaeki eins og banka, sem tho eru ekki ad gera mikid annad en ad prennta peninga med serstoku leyfir fra almenningi.

Einsi (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 00:38

14 Smámynd: Starbuck

Árni - ef þú ert ekki að grínast ertu gjörsamlega veruleikafirrtur.

Starbuck, 7.3.2014 kl. 00:24

15 Smámynd: Starbuck

Ég sé að ég hef sett inn vitlausan hlekk í athugasemd 8.  Það átti að vera þessi: http://vald.org/greinar/111029/

Starbuck, 7.3.2014 kl. 00:44

16 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Til í að leiða byltingu með ykkur ef þið þorið.

Sigurður Haraldsson, 10.4.2014 kl. 18:24

17 Smámynd: Sigurður Haraldsson

?

Sigurður Haraldsson, 10.4.2014 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Starbuck

Höfundur

Starbuck
Starbuck
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband