Óboðleg vinnubrögð á mbl

Er einhver sem trúir því að hjúkrunarfræðingar á hinum Norðurlöndunum séu með helmingi lægri heildarlaun en íslenskir?  Hvað gengur ykkur á mbl til að birta svona endemis bull án þess að segja nokkuð til um hvaða gögn eru að baki þessum tölum eða a.m.k. setja inn hlekk á einhverjar áreiðanlegar heimildir sem styðja þessar fullyrðingar? 

Eða geta kannski hvaða samtök sem er fengið að birta órökstuddar fullyrðingar á þessum miðli??


mbl.is Bestu launin hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Könnuninn var gerð af http://sa.is/  Samtök atvinnulífsins og síða birt á Mbls.  Hefur þú heimildir sem sýna að þetta sé rangt og sýnt fram á svo sé.

Rauða Ljónið, 20.5.2017 kl. 13:42

2 Smámynd: Starbuck

Mbl.is er ekki að benda á neinar heimildir og það er ég að gagnrýna.  Á heimasíðu SA er ekkert um þessa könnun.  Það er að sjálfsögðu ekki hægt að eiga upplýsta umræðu um þetta mál þegar maður fær ekki að sjá gögnin sem liggja að baki.

Ég hef mjög stórar efasemdir um þessar niðurstöður og byggir þær m.a. á samtölum sem ég hef átt við hjúkrunarfræðinga sem hafa unnið bæði á Íslandi og á Norðurlöndunum.  Maður hlýtur að skoða niðurstöðurnar úr þessari könnun í ljósi þess að hún er gerð af hagsmunagæslusamtökum sem sjá sér hag í því að koma höggum á opinberan rekstur

Starbuck, 20.5.2017 kl. 14:21

3 Smámynd: Starbuck

...og auđvitađ ađ halda almennum launum sem lægstum.

Starbuck, 20.5.2017 kl. 14:49

4 identicon

Þetta er svoooo mikið bull er að vinna í heilsugeiranum hér í Noregi...og það eru miklu betri laun hér...

Margret (IP-tala skráð) 20.5.2017 kl. 16:54

5 Smámynd: Már Elíson

Sannaðu það, Margrét..Annars skoðast þetta sem fals-frétt hjá þér. - Eins og "Starbuck" bendir á, eru þetta ófagmannleg vinnubrögð og klár lygi, enda kemur þessi "frétt" frá SA, samtökum atvinnulífsins sem eru hægri öfl og er "fréttin" þarafleiðandi ekki nema hálf sagan. - Mbl ekki með heimildir og gerir því söguna ómarktæka. - Fólk í heilsugeiranum í Noregi er með gott kaup, fyrir utan að lífs-standard er allur  mörgum sinnum hærri/betri í Noregi. - Þetta veit Margrét.

Már Elíson, 20.5.2017 kl. 20:59

6 Smámynd: Starbuck

Már - ég held að Margrét sé að segja að launin í Noregi séu miklu betri en hér.

Starbuck, 20.5.2017 kl. 22:00

7 identicon

Þeir sem skrifuðu fréttina ættu að hafa skýrt að íslenska gengið er óvanalega sterkt í heild miðað við erlenda gjaldmiðla, og raunar of sterkt. Það skiptir miklu máli þegar launin eru umreiknuð yfir í erlenda gjaldmiðla.

Elle (IP-tala skráð) 20.5.2017 kl. 23:29

8 identicon

Svo er að kanna hvort að norsku og íslensku hagstofunnar séu með í samsærinu.
Ísland http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__launogtekjur__2_laun__1_laun/VIN02005.px/ Kóði 2230
Noregur https://www.ssb.no/statistikkbanken/selectvarval/Define.asp?subjectcode=&ProductId=&MainTable=Lonnansatt03&nvl=&PLanguage=0&nyTmpVar=true&CMSSubjectArea=arbeid-og-lonn&KortNavnWeb=lonnansatt&StatVariant=&checked=true
Kóði 2223

 

GrunnlaunHeildarlaun

MeðaltalMiðgildiMeðaltalMiðgildi

2015

 

 

 

 

2230 Störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra

 

 

 

 

Alls

470

471

661

642

 2015  2223 Sykepleiere  Sum alle sektorer  Begge kjønn Heltidsansatte

Avtalt månedslønn (kr) Gjennomsnitt 36.600 Median 36.400 (Grunndagvinnulaun)

Månedslønn (kr) Gjennomsnitt 39.800 Median 40.200 (Heildarlaun)

Nú er gengið sléttar 12 krónur og þegar horft er til þess að vísitala launa ríkisstarfsmanna hefur hækkað úr 105,6 mitt ár 2015 yfir í 124,4 í febrúar (3 mán seinkun á gögnum í því niðurbroti) eða um 17,8% á meðan laun í Noregi hafa tæplega hækkað svo mikið, þá virðist nú sitthvað vera til í þessu illa samsæri hægrimanna.

Haukur (IP-tala skráð) 23.5.2017 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Starbuck

Höfundur

Starbuck
Starbuck
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband