Hvað er hægt að gera?

Kapítalisminn er að hrynja.  Íslenska þjóðin rambar á barmi gjaldþrots.  Hvernig eigum við að bregðast við?  Vandinn er hrikalega stór og róttækra aðgerða er þörf. 

Skammtímaviðbrögð (nokkrar hugmyndir): Auka þorskkvóta verulega og leitast við að nýta allan fisk sem veiðist.  Lækka stýrivexti stórlega, jafnvel niður í núll (eftir hverju er seðlabandinn eiginlega að bíða! Það er með ólíkindum að þeir hafi ekkert gert í þessu ennþá).  Segja okkur úr NATO og hverfa frá öllum skuldbindingum okkar við það bandalag. Askrifa varnarmálastofnun og stöðva öll útgjöld til þess háttar starfsemi.  Búa til einn ríkisrekinn banka úr leifunum af hinum gömlu.  Ríkið ætti að styðja við útflutningsgreinar og gera ráðstafanir til að halda uppi atvinnustigi.  Athuga ætti að þjóðnýta olíufélögin. 

Það ætti þó að varast að halda áfram stóriðjuframkvæmdum fyrir álframleiðslu, slíkt mun aðeins gera illt verra.  Ég held að það hjálpi heldur ekkert til að sækja um inngöngu í ESB enda vill bandalagið örugglega ekkert með okkur hafa eins og staðan er núna. 

Langtímaviðbrögð:  Ríkisstjórnarflokkarnir valda ekki sínu hlutverki (a.m.k. ekki Sjálfstæðisflokkurinn)og ekki Seðlabankinn heldur.  Meirihluti ráðherranna er óhæfur og það virðist einnig eiga við um stjórn seðlabankans.  Það þarf að halda kosningar sem fyrst eftir að mesta fárviðrið er gengið yfir og fá hæft fólk í ríkisstjórn og Seðlabankann. 

Sjálfstæðisflokkurinn verður að fara frá völdum þar sem ástandið í dag skrifast að stærstum hluta á hann.  Kerfið sem hann hefur átt stærstan hluta í að byggja og hugmyndafræðin á bak við það hafa beðið skipbrot.  Því þarf að fá nýtt fólk inn í stjórnmálin og nýjar hugmyndir, hugsanlega nýja flokka.  Allt stjórnkerfið og hagkerfið þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar.

Kerfið er ónýtt og það þarf að byggja upp nýtt.  Hið nýja verður að byggja á skynsemi og siðferðilegum gildum. 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Starbuck

Höfundur

Starbuck
Starbuck
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband