Rétt hjá honum

Annað hrun kemur áður en langt um líður, mun verra en það síðasta.  Það er rétt sem Strauss-Khan bendir á að regluverkið er ekki nægilega strangt.  Það er því ekki, eins og sumir halda fram, að ríkisvaldið (löggjafinn) sé of mikið að skipta sér af öllu.  Þvert á móti hann er að gera of lítið af því með því að að setja ekki nógu strangar reglur. Ástæðan fyrir þessu er að stórum hluta sú að liðið í fjármálakerfinu, sem hugsar bara um eigið rassgat, er alltaf með puttana í setningu laga og ákvarðanatöku stjórnvalda.  Þetta er innbyggð (og mjög alvarleg) veila í kapítalismanum - sumir verða ofurríkir og nota peningana og völdin sem þeim fylgir til að lobbía fyrir eigin hagsmunum á kostnað raunverulegra hagsmuna samfélagsins.  Vinnandi fólk, þ.e. þeir sem búa til alvöru verðmæti, er svo látið borga brúsann þegar braskararnir setja allt á hliðina.  Reiðin og pirringurinn yfir þessu óréttlæti hefur því miður einna helst birst í því að fólk kýs yfir sig vitleysinga eins og Donald Trump.  


mbl.is Heimurinn óviðbúinn fyrir annað hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Rót vandans liggur í því að ríkisvaldið kemur nánast alltaf til bjargar þegar stórir bankar lenda í vandræðum. Regluverkið er bara tilraun til að klína bót yfir raunverulega vandamálið.

Lausnin felst í því að líta á bankastarfsemi eins og hvern annan fyrirtækjarekstur og leyfa bönkum að fara á hausinn án afskipta ríkisins. Það er engin ástæða til að þeir sem leggja fé í banka eigi að njóta verndar umfram þá sem kaupa fyrir það hlutabréf.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.9.2018 kl. 13:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stærstu mistökin sem voru gerð eftir bankahrunið 2008 voru þau að endurreisa innlendan rekstur hrunbankana í lítið breyttri mynd, í stað þess að leyfa þeim bara að rúlla.

Mér varð hugsað til þessa um daginn þegar íslensk verslanakeðja varð gjaldþrota. Þá hvarflaði ekki að neinum að ríkið ætti að grípa inn í og endurreisa þann rekstur.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.9.2018 kl. 14:49

3 Smámynd: Starbuck

Öll fjármálastarfsemi þarf að hafa skýrar og strangar reglur annars fer illa.  Það sáum við árið 2008 og sjáum fljótlega aftur. 

Ég er algjörlega sammála því að ríkisvaldið eigi ekki bjarga bönkum eða öðrum einkafyrirtækjum en það tel ég ekki rót vandans.  Hún er miklu frekar sú að bankakerfið er allt of stórt og fyrirferðarmikið og regluverkið of flókið og lélegt. Því getur skapast algjör glundroði á mörkuðum og í samfélaginu þegar stórar fjármálastofnanir á hausinn. 

Reglurnar ættu að vera strangari, einfaldari, skýrari og færri.     

Starbuck, 9.9.2018 kl. 15:05

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þegar kommúnistinn og frekjudollan Cristine Lagarde gat ekki komist að sem yfirmaður hjá IMF, þá réði hún hótelþernu til þess að troða sér upp á Strauss-Kahn, sem var þá yfirmaður hjá IMF.

Þegar Strauss-Kahn kom inn á herbergið sitt á hótelinu, þá fann hann þernuna þar inni. Þegar hún þráaðist við að fara út, þá henti hann henni út úr herberginu. Hún höfðaði þá kærumál á hendur Krauss-Kahn, sem varð til þess að hann missti stöðu sína hjá IMF, en Lagarde sá þá sýna möguleika til þess að komast að, sem forstjóri hjá IMF.

Tryggvi Helgason, 11.9.2018 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Starbuck

Höfundur

Starbuck
Starbuck
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband