29.8.2013 | 17:33
Hver er þessi "heimur"?
"Heimurinn" hefur verið að kynda undir ofbeldi í Sýrlandi frá upphafi, með því að styðja uppreisnarmenn með vopnum og öðru. Af hverju völdu þeir að styðja uppreisnarmennina frekar en stjórnvöld (sem hefði örugglega leitt til þess að átökunum væri löngu lokið)? Í Bahrain, Jemen og víðar þar sem mótmæli og uppreisnir hafa verið hefur "heimurinn" stutt stjórnvöld þó þar sé ekki minni kúgun en í Sýrlandi. "Heimurinn" hefur heldur engan áhuga á að koma á lýðræði og almennum mannréttindum í Sádí-Arabíu og ef alvöru uppreisn yrði þar myndi "heimurinn" standa með harðstjórunum þar.
Málið er að þetta snýst ekki um mannréttindi eða notkun efnavopna heldur eingöngu hagsmuni þeirra sem kjósa að kalla sig "heiminn" eða "alþjóðasamfélagið".
Talandi um efnavopn, hvers konar vopn er "heimurinn" tilbúinn að nota í átökum? Í Írak notuðu Bandaríkin hvítt fosfór (white phosphourus) https://www.google.is/search?q=white+phosphorus+gaza&hl=is&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ei=u4AfUsW4K4iw7QbkhIHQBg&ved=0CAkQ_AUoAQ&biw=1344&bih=550#hl=is&q=white+phosphorus+fallujah&tbm=isch og það gerðu Ísraelar líka í innrásinni á Gaza 2009 https://www.google.is/search?q=white+phosphorus+gaza&hl=is&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ei=u4AfUsW4K4iw7QbkhIHQBg&ved=0CAkQ_AUoAQ&biw=1344&bih=550.
Bandaríkin hafa líka verið að notast við rýrt úran (depleted uranium) https://www.google.is/search?q=white+phosphorus+gaza&hl=is&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ei=u4AfUsW4K4iw7QbkhIHQBg&ved=0CAkQ_AUoAQ&biw=1344&bih=550#hl=is&q=white+phosphorus+fallujah&tbm=isch
Heimurinn verður að bregðast við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Starbuck
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
góð og gild rök sem þú berð upp Starbuck.
viðbjóðslegt að heira málflutning vesturveldanna....sem koma framm í krafti fjölmiðlanna og segjast vilja hjálpa sýrlendingum...
...þegar þeir hefðu getað verið búnir að koma "almenningi" til hjálpar fyrir lifandi löngu, ef þeir hefðu sleppt því að styðja uppreysnarmennina sem þeir eru að berjast gegn í Írak.
sú vísa er aldrei of oft kveðin að hagsmunir vesturveldanna gangi fyrir mannréttindum fátækri þjóðanna.
flott og góð grein hjá þér Starbuck !
el-Toro, 29.8.2013 kl. 18:30
Takk fyrir el-Toro.
Það skelfir mann að flestir fjölmiðlarnir virka meira eins og áróðursmaskínur en að þeir séu að reyna að upplýsa og útskýra með hlutlausum hætti. Á þessum tímapunkti ættu þeir að ganga hart fram í að fá að rannsaka sjálfir og birta þær "sannanir" sem Obama og fleiri telja sig hafa fyrst þeir segjast alveg vissir í sinni sök um að sýrlensk stjórnvöld hafi verið að verki.
Ef almenningur fengi að sjá beinharðar sannanir væri miklu líklegra að þeir fengju almenningsálitið í lið með sér - sem þeir fyrir alla muni vilja. Því læðist auðvitað sterklega að manni sá grunur að þessar "sannanir" séu alls ekki til.
Starbuck, 29.8.2013 kl. 18:54
að styðja þessa uppreisnarmenn er geðbilun, þeir eru brjálaðir radical íslamistar sem vilja tortýmingu,
ég hafði mikla trú á Obama áður fyrr.. en hann ákveður að styðja við bakið á þessum hryðjuverkamönnum.
Rússar eru sem betur fer mun klárari í þetta skipti.
Skiptirekki (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 23:39
Það ætti öllum að vera augljós staðreynd að Bandaríkin, Bretland, Frakkland, ísrael og fleiri Zionista ríki, ætla í stríð gegn Sýrlandi. Finnst mönnum ekkert grunsamlegt að ráðamenn þessara þjóða sökuðu Assad um efnavopnaárásina, áður en nokkrar sannanir komu fram?
Leitið á netinu og þið munuð finna. Sögubækurnar okkar eru uppfullar af lygum, ýkjum og hálfsannleik
Stjórnmálamenn flestra svokallaðra lýðræðisríkja eru ekkert annað en strengjabrúður,ráðandi afla. Því spilltari sem þeir eru, þeim mun auðveldara er fyrir þá að komast á "toppinn". Í rauninni ætti almúginn að kjósa þá frambjóðendur sem fá minnstu styrkina í sína sjóði.
Að lokum vil ég benda á að allar okkar fréttir, ekki síst frá RÚV, koma frá fréttaveitum hinna raunveruleru ráðamanna, og vei þeim fréttamönnum sem reyna að segja satt.
Benni (IP-tala skráð) 30.8.2013 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.