Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.8.2013 | 17:33
Hver er þessi "heimur"?
"Heimurinn" hefur verið að kynda undir ofbeldi í Sýrlandi frá upphafi, með því að styðja uppreisnarmenn með vopnum og öðru. Af hverju völdu þeir að styðja uppreisnarmennina frekar en stjórnvöld (sem hefði örugglega leitt til þess að átökunum væri löngu lokið)? Í Bahrain, Jemen og víðar þar sem mótmæli og uppreisnir hafa verið hefur "heimurinn" stutt stjórnvöld þó þar sé ekki minni kúgun en í Sýrlandi. "Heimurinn" hefur heldur engan áhuga á að koma á lýðræði og almennum mannréttindum í Sádí-Arabíu og ef alvöru uppreisn yrði þar myndi "heimurinn" standa með harðstjórunum þar.
Málið er að þetta snýst ekki um mannréttindi eða notkun efnavopna heldur eingöngu hagsmuni þeirra sem kjósa að kalla sig "heiminn" eða "alþjóðasamfélagið".
Talandi um efnavopn, hvers konar vopn er "heimurinn" tilbúinn að nota í átökum? Í Írak notuðu Bandaríkin hvítt fosfór (white phosphourus) https://www.google.is/search?q=white+phosphorus+gaza&hl=is&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ei=u4AfUsW4K4iw7QbkhIHQBg&ved=0CAkQ_AUoAQ&biw=1344&bih=550#hl=is&q=white+phosphorus+fallujah&tbm=isch og það gerðu Ísraelar líka í innrásinni á Gaza 2009 https://www.google.is/search?q=white+phosphorus+gaza&hl=is&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ei=u4AfUsW4K4iw7QbkhIHQBg&ved=0CAkQ_AUoAQ&biw=1344&bih=550.
Bandaríkin hafa líka verið að notast við rýrt úran (depleted uranium) https://www.google.is/search?q=white+phosphorus+gaza&hl=is&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ei=u4AfUsW4K4iw7QbkhIHQBg&ved=0CAkQ_AUoAQ&biw=1344&bih=550#hl=is&q=white+phosphorus+fallujah&tbm=isch
Heimurinn verður að bregðast við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2013 | 23:03
Örugglega lygi
Í þessu stríði hefur annar aðilinn mikinn hag af því að beita efnavopnum en fyrir hinn er það stórhættulegt. Uppreisnarmenn vilja að BNA grípi inn í og ef þeir hafa náð í einhver efnavopn þá eru þeir örugglega að nota þau, og kenna jafnvel stjórnarhernum um, til þess að BNA láti frekar til skarar skríða. Stjórnarherinn er örugglega ekki svo heimskur að nota efnavopn þegar það kallar mögulega á innrás BNA.
Bandaríkjamenn ætla sér að fella stjórn Assads til að koma sínu fólki til valda, hvað sem það kostar. Það er það sem þetta snýst um - ekki um að losa sýrlensku þjóðina við harðstjóra. Þeir eru örugglega tilbúnir til að beita blekkingum til að réttlæta bein inngrip, rétt eins og í Írak á sínum tíma. Sennilega er engin tilviljun að þessi frétt kemur akkúrat núna. BNA hefði helst viljað að uppreisnarmennirnir næðu að klára þetta án þess að þeir þyrfti að grípa beint inn í en í ljósi þess að stjórnarherinn hefur verið í stórsókn eru þeir líklega komnir á þá skoðun að þeir verði að koma uppreisnarmönnum til hjálpar.
Bandaríkin staðfesta efnavopn í Sýrlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2013 | 13:14
Algjörlega hlutlaus könnun?
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2013 | 12:24
Bindum krónuna
Besta lausnin í gjaldmiðlamálum, a.m.k. á meðan við erum að glíma við afleiðingar hrunsins, er að binda gengi krónunnar við meðaltalsgengi nokkurra erlendra gjaldmiðla, t.d. evru, dollara og jens.
Ég skil ekki af hverju þessi lausn hefur ekki verið rædd í alvöru undanfarin ár.
Már sér ekki fram á fljótandi krónu aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2012 | 09:31
Í sögulegu samhengi
Halda sýrlenskir uppreisnarmenn til í Tyrklandi - kannski með velvilja og stuðnigi stjórnvalda þar? Er sýrlenski stjórnarherinn að skjóta á þessa uppreisnarmenn yfir landamærin?
Veit ekki - en mig langar til að minna á það að á tímum viðskiptabannsins í Írak réðust Tyrkir nokkrum sinnum inn í norðurhluta Íraks til að drepa Kúrdíska uppreisnarmenn - á sama tíma og Írakar sjálfir máttu ekki einu sinni fljúga yfir svæðið (vegna þess að einu sinni voru þeir líka að drepa Kúrda).
Tyrkir svara í sömu mynt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2012 | 01:33
Kjánar!
Guðbjartur Hannesson hefur með framgöngu sinni í þessu máli sýnt okkur það svart á hvítu að hann er ekki jafnaðarmaður (og flokkurinn hans snýst ekki um jafnaðarmennsku þó þau gefi sig út fyrir það). Augljóslega lítur hann þannig á að önnur lögmál eigi við um forstjóra Landspítalans heldur en margt annað starfsfólk sem á jafn mikið, eða meira, skilið að fá launahækkanir og er ekkert síður ómissandi en hann. Það sem býr að baki er að ráðherrann lítur á forstjórann sem hluta af elítu landsins (ásamt honum sjálfum auðvitað) - hópi fólks sem finnst sjálfsagt að bæta eigin kjör á meðan það þyngir byrðarnar á okkur hinum og telur sig hafið yfir lög og reglu.
Ef ráðherrann telur forstjórann svona kláran að spítalinn megi ekki við því að missa hann þá hefur hann algjörlega rangt fyrir sér því það að þiggja þessa launahækkun núna þegar hann sjálfur hefur stöðugt, í langan tíma, verið að biðja annað starfsfólk um að færa fórnir til halda stofnuninni gangandi ber vott um innsæisskort á háu stigi. Líklega hefur mesti styrkur forstjórans legið í því hve vel honum hefur gengið að sannfæra starfsfólk spítalans um að vinna hraðar fyrir lægri laun en héðan í frá mun það að sjálfsögðu falla í grýttan jarðveg þegar auka skal byrðarnar á fólki án þess að nokkuð komi í staðinn. Hugsanlega hefur trúverðugleiki forstjórans og traust meðal starfsfólksins beðið of mikla hnekki til að hann geti haldið starfi sínu til lengdar.
Þeir eru kjánar ráðherrann og forstjórinn ef þeir halda að þeir komist upp með þetta án afleiðinga!
Reiðin á spítalanum alvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2012 | 13:46
Vantar strengjabrúður
Ræða framtíð Sýrlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.7.2012 | 18:30
Réttar áherslur?
"þrýsta á alþjóðastofnanir og deilduaðila"?? Hvernig væri að byrja á þrýsta á Bandaríkin og vini þeirra að hætta að dæla vopnum inn í landið?
http://ruv.is/frett/obein-ihlutun-thegar-hafin-i-syrlandi
40 manns á samstöðufundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2012 | 19:00
Tvískinnungurinn með hreinum ólíkindum
Í Egyptalandi eru herforingjar búnir að hrifsa til sín völdin og leysa upp þingið strax eftir fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í langan tíma og upp úr frú Clinton kemur bara innihaldslaust þvaður og kjaftæði eins og ekkert hafi í skorist.
Á meðan ýtir Bandaríkjastjórn með öllum ráðum undir óöldina í Sýrlandi svo koma megi einhverjum strengjabrúðum þeirra til valda þar - og koma þar með frá stjórninni sem vann kosningarnar þar í vor. Í vestrænum fjölmiðlum gengur nú ljósum logum svipaður lygaáróður og fyrir Íraksstríðið á sínum tíma - allt til að réttlæta uppreisnina í Sýrlandi og mjög líklega árásir vestrænna herja á landið.
Hvernig væri nú að fjölmiðlamenn reyndu nú til tilbreytingar að kafa aðeins ofan í málin og skoða þau á gagnrýninn hátt í staðinn fyrir að birta bara þær "fréttir" sem elítan vill að við heyrum? (svar: elítan á fjölmiðlana)
Í höndum egypsku þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Starbuck
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar